Gary Neville, goðsögn Manchester United, virðist ætla að reyna fyrir sér í nánast öllu áður en hann kveður heiminn.
Neville gerði garðinn frægan sem fótboltamaður og hefur síðan þá lýst leikjum, verið sparkspekingur og er með sinn eigin hlaðvarpsþátt um enska boltann.
Ekki nóg með það þá hefur Neville keypt sitt eigið félag, á bæði hótel og veitingastaði og reynt fyrir sér í sjónvarpsþáttunum Dragon’s Den.
Englendingurinn tók að sér nýtt verkefni í þessari viku en hann var þá fyrirsæta og andlit fyrirtækis sem ber nafnið Hawes & Curtis.
Neville sást þar klæðast ýmsum flíkum frá því ágæta fyrirtæki og hefur skrifað undir samning sem gildir til tveggja ára.
Myndir af þessu má sjá hér.