Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Borussia Dortmund þegar liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á PSG í gær.
Sancho er á láni frá Manchester United og hefur blómstrað eftir erfiða tíma hjá Manchester United.
Þýska liðið vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og lagði leikinn frábærlega upp í París í gær. Liðið varðist vel og á 50. mínútu skoraði Mats Hummels eina mark leiksins.
Samanlögð niðurstaða því 2-0 fyrir Dortmund sem er komið í úrslitaleikinn á Wembley, þar sem liðið tapaði einmitt fyrir Bayern Munchen í úrslitaleiknum 2013.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bayern og Real Madrid en staðan er 2-2 eftir fyrri leikinn í Þýskalandi.
Jadon Sancho leading the troops in a bit of Adele to celebrate 😆
🎥 @BVB pic.twitter.com/e96vI575A3
— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 7, 2024