fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Andri Rafn búinn að framlengja

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. janúar 2024 21:22

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Rafn Yeoman er búinn að framlengja samning sinn við Breiðablik í Bestu deild karla.

Frá þessu greinir félagið í dag en Andri er leikjahæsti leikmaður í sögu þeirra grænklæddu með yfir 430 leiki.

Um er að ræða uppalinn leikmann sem hefur spilað í 15 ár í Kópavogi en Andri er enn aðeins 31 árs gamall.

Hann spilaði nokkuð stórt hlutverk með Blikum síðasta sumar og verður þar áfram næsta sumar.

Andri gerir eins árs framlengingu við Blika en hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll