Kobbie Mainoo, 18 ára miðjumaður Manchester United þarf að fara eftir ströngum reglum nú þegar hann er að verða ein skærasta stjarna liðsins.
Mainoo hefur spilað vel undanfarið en þrátt fyrir það þarf hann að fara eftir reglum sem Sir Alex Ferguson var með hjá félaginu.
Ferguson vildi gera allt til þess að halda ungum leikmönnum á jörðinni.
Nú er Erik ten Hag með sömu reglur og fær Mainoo ekki að leggja á bílastæði aðalliðsins á æfingasvæðinu, hann er áfram sendur á almennt bílastæði sem er lengra frá.
Mainoo er einnig ekki leyft að fara í viðtöl en þessa reglu var Ferguson oft með fyrir unga leikmenn sem voru að vekja athygli.
United hefur haldið áfram með þessa reglu en Alejandro Garnacho var á dögunum að fara í sitt fyrsta alvöru viðtal eftir að hann fór að spila með aðalliðinu.