Frammistaða Mason Greenwood með Getafe gegn Atletico Madrid um helgina var slík að aðilar á Spáni halda varla vatni yfir þessu.
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Antoine Griezmann gerði tvö marka Atletico og var hann til viðtals eftir leik. Þar hrósaði hann Mason Greenwood, leikmanni Getafe.
„Mason Greenwood var að valda verulegum usla í seinni hálfleiknum. Við gátum ekki stoppað hann og það kostaði okkur í leiknum,“ sagði Griezmann eftir leik.
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en ekki er talið að hann eigi framtíð hjá enska liðinu.
Hann hefur verið orðaður við stærri lið á Spáni eftir frammistöðu sína með Getafe.
Mason Greenwood vs Atletico Madrid (A)pic.twitter.com/TeKZ9lmaGT
— M (@MarcusKnowsBall) December 20, 2023