Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að Bukayo Saka sé líklega klár í slaginn gegn Manchester City á sunnudag í stórleik helgarinnar.
Saka fór meiddur af velli í tapi gegn Lens í vikunni en meiðslin eru ekki alvarleg.
„Hann á séns, sjáum hvernig þetta þróast fram á sunnudag. Hann varð að fara af velli sem er aldrei gott,“ segir Arteta.
„Ég er ekki læknir en hann á séns, þess vegna segi ég það.“
Saka var valinn í enska landsliðið. „Ég hef rætt við Southgate ítrekað, ég verð að sinna mínu starfi. Við eigum í góðu samtali.“
„Hann þarf að velja sinn besta hóp og ég skipti mér ekki af því.“