Sóli Hólm er nýjasti gestur Íþróttavikunnar, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar og á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Þegar komandi leikir hjá íslenska karlalandsliðinu voru teknir fyrir var Sóli spurður út í það hvort hann hafi fylgt liðinu eftir á gullaldartímanum.
Sóli fór á leikinn gegn Ungverjum á EM 2016 og henti sér aftur út til að sjá Ísland slá út England í Nice.
„Ég hef aldrei farið í jafn dýra ferð. Við flugum til Berlínar, þaðan til Rómar og þaðan til Nice. Svo var það sama til baka,“ sagði Sóli.
„Svo fáum við á okkur víti í byrjun og ég hugsa: Er ég búinn að vera að eyða peningum í þessa þvælu? En úr varð eitthvað geggjaðasta móment í íslenskri íþróttasögu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.