Sýn og Viaplay hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.
Með samningnum fær Sýn til að mynda einkarétt á sölu á afþreyingar- og íþróttaveitu Viaplay á Íslandi.
Stöð 2 Sport fær þá sýningarrétt á leikjum íslenska karlalandslisins í fótbolta.
Stöð 2 Sport tekur einnig yfir framleiðslu á Meistaradeild Evrópu, Championship-deildinni, enska deildabikarnum, þýska boltanum og öðru sem hefur verið í umsjá Viaplay.
Tilkynningin í heild
Sýn og Viaplay hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára.
Helstu efnisatriði samningsins eru eftirfarandi:
Það er mat Sýnar að samstarfssamningurinn muni hafa jákvæð langtímaáhrif á rekstur Sýnar og skapa grundvöll fyrir virðisaukningu með sölu á sjónvarpsefni með fjarskiptaþjónustu Vodafone. Jafnframt opnast með samstarfinu möguleikar á frekari hagræðingu í sjónvarpsrekstri.