FC Midtjylland er að kaupa Sverri Inga Ingason fyrirliða PAOK í Grikklandi á allra næstu dögum. Allt er klappað og klárt samkvæmt dönskum miðlum.
FC Midtjylland er í leit að miðverði eftir að hafa selt lykilmann og er Sverrir sagður hinn fullkomni arftaki.
Sverrir Ingi er 29 ára gamall og hefur átt afar farsælan feril í atvinnumennsku, hann hefur verið í PAOK í Grikklandi síðustu ár og er lykilmaður.
Segir í fréttum að PAOK fái þrjár milljónir evra fyrir íslenska landsliðsmanninn. Grískir miðlar segja að Sverrir fái sjálfur 9 milljónir danskar í árslaun eða 181 milljón króna.
Sverrir hefur á ferli sínum spilað í Noregi, Belgíu, Spáni, Rússlandi og nú Grikklandi þar sem hann hefur verið afar farsæll. Þá er Sverrir lykilmaður í íslenska landsliðinu.