Sverrir Ingi Ingason landsliðsmiðvörður er á barmi þess að ganga í raðir Midtjylland í Danmörku.
Ekstra Bladet segir allt í höfn og að Midjylland greiði PAOK 3 milljónir evra fyrir hinn 29 ára gamla Sverri.
Þá hefur danska blaðið eftir Sportime í Grikklandi að Sverrir muni þéna því sem nemur 180 milljónum króna á ári hjá Midtjylland.
Sverrir hefur verið á mála hjá PAOK síðan 2019 og átti tvö ár eftir af samningi sínum.
Hann hefur einnig leikið Rostov, Granada, Lokeren og Viking á atvinnumannaferlinum.
Sverrir á að baki 42 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.