Dominik Szoboszlai nýr miðjumaður Liverpool heillaðist svakalega af Jurgen Klopp þegar þýski stjórinn fór að ræða við hann um að koma til félagsins.
Szoboszlai skrifaði undir hjá Liverpool í gær eftir að enska félagið borgaði 60 milljóna punda klásúluna í samningi kappans.
„Hann er einn besti þjálfari í heimi en hann er líka algjörlega mögnuð persóna. Hann er ótrúlegur, ég fékk í raun gæsahúð á meðan við töluðum saman,“ segir Szoboszlai.
„Við ræddum saman eins og við hefum þekkst í mörg þúsund ár, ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með honum.“
-Miðjumaðurinn frá Ungverjalandi þénaði 70 þúsund pund á viku í Þýskalandi en ensk blöð segja að hann þéni yfir 150 þúsund pund á viku hjá Liverpool. 26 milljónir króna á viku ættu að koma sér vel.
Þessi skipti hafa legið í loftinu undanfarna daga en um er að ræða spennandi 22 árs gamlan leikmann.
Szoboszlai kostar Liverpool 60 milljónir punda en hann gekkst undir læknisskoðun um helgina og gerir fimm ára samning.