Dominik Szoboszlai gekk í gær í raðir Liverpool frá RB Leipzig og mun hann klæðast treyju númer átta hjá félaginu.
Miðjumaðurinn frá Ungverjalandi þénaði 70 þúsund pund á viku í Þýskalandi en ensk blöð segja að hann þéni yfir 150 þúsund pund á viku hjá Liverpool. 26 milljónir króna á viku ættu að koma sér vel.
Þessi skipti hafa legið í loftinu undanfarna daga en um er að ræða spennandi 22 árs gamlan leikmann.
Szoboszlai kostar Liverpool 60 milljónir punda en hann gekkst undir læknisskoðun um helgina og gerir fimm ára samning.
Þetta er annar miðjumaðurinn sem Liverpool fær í sumar á eftir Alexis Mac Allister sem kom frá Brighton.