Íþróttafréttamaðurinn, Guðjón Guðmundsson segir frá því að Gylfi Þór Sigurðsson sé mættur á æfingu hjá Val. Er þetta í fyrsta sinn sem Gylfi sést á æfingu á Íslandi eftir heimkomu.
Gylfi Þór hefur átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum en óvíst er hversu langt viðræðurnar eru komnar.
„Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina,“ skrifar Gaupi
Valur hefur verið eitt þeirra liða sem Gylfi er orðaður við en fleiri lið á Íslandi hafa sýnt honum áhuga.
Gylfi Þór hefur ekki leikið knattspyrnu í um tvö ár en mál hans í Bretlandi var fellt niður í maí, ljóst er að Gylfi stefnir á endurkomu í fótbolta.
Gylfi er 33 ára gamall en DC United hefur áhuga á að semja við hann auk fleiri liða erlendis, möguleiki er á því að Gylfi sé aðeins að æfa með Val til að koma sér í betra form frekar en að horfa til þess að semja við félagið.
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu hjá Val í þessum töluðu orðum. Virkar lipur og í formi. Fasteignafélgið það vill segja Valur með puttann á púlsinum. Þorgeir Ástvalds vinur minn fór langt á puttanum. Árið er? Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 3, 2023