Vestri 0 – 2 Grindavík
0-1 Óskar Örn Hauksson(’45)
0-2 Óskar Örn Hauksson(’84, víti)
Óskar Örn Hauksson sá um að klára lið Vestra í Lengjudeild karla í dag en aðeins einn leikur var spilaður.
Um var að ræða leik í fjórðu umferð en Grindavík er nú með tíu stig í öðru sæti og er taplaust ásamt Fjölni og Aftureldingu.
Vestri hefur ekki byrjað vel og er án sigurs eftir fjóra leiki.
Grindavík hefur enn ekki fengið mark á sig í fyrstu leikjunum en Óskar Örn sá um að tryggja sigurinn í dag með tvennu.