fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Goðsögn Manchester United vildi aldrei skiptast á treyjum við menn – Þarna gerði hann eina undantekningu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 13:13

Dimitar Berbatov / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov sagði á dögunum að hann hafi aðeins einu sinni á ferlinum skipt um treyju við leikmann eftir leik.

Búlgarski framherjinn er þekktastur fyrir tíma sinn með Manchester United. Hann fór þangað eftir að hafa heillað með Tottenham.

Undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá United vann Berbatov tvo úrvalsdeildartitla, deildabikarinn og heimsmeistaratitil félagsliða.

Sem fyrr segir skipti Berbatov aldrei um treyjur við leikmenn. Hann gerði þó eina undantekningu er hann var ungur á mála hjá Bayer Leverkusen.

„Ég skipti aldrei við leikmenn um treyju eftir leiki. Mér var alveg sama við hvern ég var að spila. Ég ber virðingu fyrir öllum en ég var einbeittari á að sigra,“ sagði Berbatov í nýlegu viðtali.

„Það var samt einn og einn sem mann langaði að spyrja um treyjuna hjá. Ronaldo (sá brasilíski) var einn af þeim. Hann var ótrúlegur. Við vitum það. Ég spilaði á Barbabeu með Leverkusen. Ég var mjög feiminn þá en mig langaði í treyjuna. Við gerðum 1-1 jafntefli og ég skoraði.

Ég kunni ekki við að spyrja hann. Ég var of feiminn. Ég bað því brasilískan liðsfélaga minn um að spyrja hann eftir leik. Fimm mínútum síðar, þar sem ég sat og bað um að þetta myndi hafast, mætti hann með treyjuna sem mig langaði í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda