fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Edda segir sína menn geta komið fólki á óvart

433
Sunnudaginn 9. apríl 2023 18:00

Edda Sif Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun með heilli umferð og er eftirvæntingin mikil.

Leitað var til stuðningsmanna liðanna í deildinni og lagður fyrir þá spurningalisti.

Til að svara fyrir hönd ÍBV var fengin til leiks íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir.

Hvernig líst þér á sumarið hjá þínu liði?
Bara ágætlega og betur en oft áður! Miðað við spárnar höldum við okkur í deildinni og tökum vonandi skref upp á við frá því í fyrra. Undirbúningstímabilið hefur verið fínt og ég held að liðið gæti komið á óvart.

Hvernig finnst þér hafa gengið að styrkja leikmannahópinn?
Filip Valencic er góður og ég bind vonir við Bjarka Björn og Sverri Pál til að mynda. Svo hvíslaði því að mér lítill fugl að hópurinn væri kannski ekki alveg frágenginn svo það verður spennandi að sjá.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðinu?
Ég held að það sé maðurinn með langa nafnið; Halldór Jón Sigurður Þórðarson. Hann kom svo skemmtilega inn í liðið í fyrra, var áberandi, góður og hreif fólk með sér.

Ertu dugleg/ur að mæta á völlinn hjá þínu liði?
Alls ekki jafn dugleg og ég var. Ég mætti yfirleitt á alla leiki, bæði í eyjum og uppi á fasta landinu en missti dampinn þegar liðið féll og stemningin breyttist, við eignuðumst strákinn okkar og covid skall á. Þetta stendur til bóta í sumar!

Fyrir utan heimavöllinn hjá þínu félagi, hvar er skemmtilegast að fara á völlinn?
Ég tengi vellina mikið við augnablik og úrslit sem maður hefur upplifað þar, góð og slæm. En almennt vil ég helst sitja í sól og eins mikilli hlýju og hægt er, geta keypt mér eitthvað gott og hitt skemmtilegt fólk. Hlíðarendi og Víkin koma fyrst upp í hugann. Sólgleraugnastúkur og börgerar.

Hvað finnst þér um fyrirkomulagið í Bestu deildinni sem var prófað í fyrsta sinn á síðustu leiktíð?
Mér finnst hafa spilast of óheppilega úr síðasta móti hvað fyrirkomulagið varðar til að geta almennilega tekið afstöðu til þess. Vonandi fáum við meira spennandi deild í ár og þannig betri reynslu.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
Blikarnir verða að teljast ansi líklegir en þeir fá vonandi meiri mótspyrnu en í fyrra. Ég er spennt að sjá hvernig Arnar og Víkingarnir mæta til leiks en hef ekki alveg jafn mikla trú á Völsurunum og margir virðast hafa.

Mynd/Ernir Eyjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó