Fred, leikmaður Manchester United, hefur greint frá þeim reglum sem Erik ten Hag fer eftir hjá félaginu.
Ten Hag hefur gert flotta hluti með Man Utd síðan hann tók við í sumar og er leiðin svo sannarlega upp á við.
Fred segir að Ten Hag sé mjög strangur þegar kemur að reglum og vill að allir leikmenn hugsi eins.
,,Hann er með reglurnar í búningsklefanum. Ekki vera seinn, ekki gera ranga hluti og alltaf gera það sem þú getur til að hjálpa félaga þínum – það er mikilvægt,“ sagði Fred.
Ten Hag vill að sínir menn hlaupi og hlaupi í leikjum liðsins og að enginn komist upp með leti eða einhvern lúxus á meðan leik stendur.