Manchester United fékk Marcel Sabitzer á láni frá Bayern Munchen áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi.
Erik ten Hag vantaði mann á miðjuna í kjölfar meiðsla Christian Eriksen og varð Sabitzer lausnin.
Lánið inniheldur ekki kaupmöguleika.
Fyrir í glugganum hafði United fengið Wout Weghorst á láni frá Burnley. Hollendingurinn var á láni hjá Besiktas í Tyrklandi fyrir áramót.
Enska götublaðið The Sun setti saman þrjú hugsanleg byrjunarlið United með Sabitzer innanborðs.
Hann er að upplagi miðjumaður en getur einnig spilað úti á kanti.
United mætir Nottingham Forest í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Rauðu djöflarnir eru komnir með annan fótinn í úrslit eftir 0-3 sigur á útivelli í fyrri leiknum.