fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Spænski boltinn: Suarez skaut Atletico á toppinn

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 21. september 2021 19:36

Luis Suarez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik Getafe og Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeild karla var að ljúka rétt í þessu. Heimamenn í Getafe komust í 1-o forystu undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Stefan Mitrovic.

Atletico menn áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn og sönkuðu að sér gulum spjöldum en Luis Suarez fékk þar á meðal gult í fyrri hálfleik fyrir olnbogaskot.

Alena, leikmaður Getafe, var þá rekinn af velli á 74. mínútu og Luis Suarez jafnaði metin fyrir Atletico fjórum mínútum síðar. Suarez var svo aftur á ferðinni á 91. mínútu þegar hann skoraði sigurmark  og skaut liðinu á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni.

Atletico Madrid er með 14 stig eftir 6 leiki, einu stigi á eftir Real Madrid sem hefur leikið einum leik færri.

Getafe 1 – 2 Atletico Madrid
1-0 Stefan Mitrovic (’45)
1-1 Luis Suarez (’78)
1-2 Luis Suarez (’90+1)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld