fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

City vann Palace – Geta orðið meistarar á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 13:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann 0-2 útisigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var rólegur. City ógnaði lítið og heimamenn líklegri til að skora ef eitthvað var. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var þó mun öflugra lið Man City sem mætti í seinni hálfleik. Þeir kláruð leikinn með tveimur mörkum á stuttum kafla þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum.

Sergio Aguero skoraði fyrra mark City eftir fyrirgjöf frá Benjamin Mendy.

Seinna markið skoraði Ferran Torres með skoti utarlega í teig Palace. Varnarleikur heimamanna var ekki sérstakur í markinu. Lokatölur, eins og fyrr segir, 0-2.

Man City er nú með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar. Ef Manchester United, sem er í öðru sæti, tapar gegn Liverpool á morgun er City orðið Englandsmeistari.

Palace siglir lignan sjó í 13. sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur