fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

City vann Palace – Geta orðið meistarar á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 13:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann 0-2 útisigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var rólegur. City ógnaði lítið og heimamenn líklegri til að skora ef eitthvað var. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var þó mun öflugra lið Man City sem mætti í seinni hálfleik. Þeir kláruð leikinn með tveimur mörkum á stuttum kafla þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum.

Sergio Aguero skoraði fyrra mark City eftir fyrirgjöf frá Benjamin Mendy.

Seinna markið skoraði Ferran Torres með skoti utarlega í teig Palace. Varnarleikur heimamanna var ekki sérstakur í markinu. Lokatölur, eins og fyrr segir, 0-2.

Man City er nú með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar. Ef Manchester United, sem er í öðru sæti, tapar gegn Liverpool á morgun er City orðið Englandsmeistari.

Palace siglir lignan sjó í 13. sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn

Sjáðu ótrúlega uppákomu á Englandi í gær – Virtist klár í slagsmál við stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
433Sport
Í gær

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng
433Sport
Í gær

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær