fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Ragnick átti tveggja klukkustunda samtal við Solskjær

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 3. desember 2021 10:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Ragnick, bráðabirgða knattspyrnustjóri Manchester United, segist hafa átt rúmlega tveggja klukkustunda samtal við Ole Gunnar Solskjær, fyrrum knattspyrnustjóra liðsins, sem var sagt upp störfum á dögunum.

Ragnick sat sinn fyrsta blaðamannafund í dag sem knattspyrnustjóri Manchester United og greindi frá þessu.

,,Ég talaði við hann í tæpar tvær klukkustundir á sunnudaginn. Hann var mjög gjafmildur og veitti mér góða innsýn í leikmannahópinn,“ sagði Ragnick á blaðamannafundinum í morgun.

Ragnick var í stúkunni á Old Trafford í gærkvöldi þegar Manchester United vann 3-2 sigur á Arsenal.

Hann segir Manchester United vera með lið sem geti endað í efstu fjórum sætum deildarinnar.

,,Í draumaheimi værum við stanslaust í efstu fjórum sætum deildarinnar og værum að vinna titla. Við erum enn í Meistaradeild Evrópu og getum vonandi farið lengra í keppninni. Leikmannahópurinn er klárlega nógu góður til þess að keppast um efstu fjögur sæti deildarinnar,“ sagði Ralf Ragnick, knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garner aftur til United?

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“
433Sport
Í gær

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum