fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Nýtti sér orð Carragher um sig til að bæta leik sinn – Hefur nú skorað í þremur leikjum í röð

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Maddison, leikmaður Leicester City, skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Maddison sagði í viðtali eftir leik að hann hefði nýtt sér ábendingar Jamie Carragher um spilamennsku sína til að reyna spila betur.

„Ég man eftir að við spiluðum á móti Sheffield United fyrr á tímabilinu. Ég horfi alltaf á leikina okkar í sjónvarpinu eftir á og tók eftir því að Carragher sagði að ég þyrfti að bæta leik minn til að eiga séns á landsliðssæti í enska landsliðinu,“ sagði Maddison í viðtali eftir leik Leicester í gær.

Í kjölfarið hafi Maddison, sest niður með Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester og leikgreinanda liðsins til að skoða það hvernig hann gæti skorað fleiri mörk.

Þeir félagarnir virðast hafa fundið réttu blönduna á leikskipulagi fyrir Maddison en leikmaðurinn hefur nú skorað mark í þremur leikjum í röð.

Leicester City er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig eftir 19 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona