fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
433Sport

Sjáðu þegar Sindri braut tvö rifbein í Hafnarfirði í gær – Sjúkrabíll sótti hann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. maí 2021 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Snær Magnússon leikmaður ÍA braut tvö rifbein í leik liðsins gegn FH í gær. Langt hlé var á leiknum þegar hlúa þurfti að Sindra en sjúkrabíll sótti hann Í Kaplakrika. FH tók á móti ÍA í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í gær. Heimamenn unnu að lokum stóran sigur gegn tíu leikmönnum gestanna. Skagamenn komust yfir með marki frá Gísla Laxdal Unnarssyni. Það gerði hann eftir fyrirgjöf frá Elias Tamburini.

Eftir tæpan hálftíma leik urðu gestirnir svo manni færri. Þá fékk Hákon Ingi Jónsson heimskulegt rautt spjald. Hann braut þá á Gunnari Nielsen, markverði FH, á gulu spjaldi. FH jafnaði strax í kjölfarið þegar Óttar Bjarni Guðmundsson gerði sjálfsmark. Staða í hálfleik var 1-1.

Gestunum tókst að halda FH í skefjum allt þar til á 82. mínútu. Þá skoraði Matthías Vilhjálmsson. Í kjölfarið var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði þriðja mark heimamanna á 88. mínútu og kláraði leikinn endanlega. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic bættu svo við mörkum í uppbótartíma. Lokatölur 5-1.

Atvikið þegar Sindri brotnaði er hér að neðan frá Stöð2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Íslendingar í eldlínunni í kvöld

Sambandsdeildin: Íslendingar í eldlínunni í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lengjudeild karla: Fjölnir vann Þrótt R. í Grafarvogi

Lengjudeild karla: Fjölnir vann Þrótt R. í Grafarvogi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

James Rodriguez í stuði í Bandaríkjunum- sjáðu markið

James Rodriguez í stuði í Bandaríkjunum- sjáðu markið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið fer heim af Rey Cup vegna smits

Lið fer heim af Rey Cup vegna smits
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sendir PSG eina af stjörnum sínum til Juve til þess að krækja í Ronaldo?

Sendir PSG eina af stjörnum sínum til Juve til þess að krækja í Ronaldo?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru þær tíu knattspyrnukonur sem þéna mest

Þetta eru þær tíu knattspyrnukonur sem þéna mest
433Sport
Í gær

Ekkert gengið upp hjá Sölva í kjölfar fjaðrafoksins í vor – ,,Ein sorgarsaga fyrir drenginn“

Ekkert gengið upp hjá Sölva í kjölfar fjaðrafoksins í vor – ,,Ein sorgarsaga fyrir drenginn“
433Sport
Í gær

Varane í virkum viðræðum við Man Utd – Undir félögunum komið að ná saman

Varane í virkum viðræðum við Man Utd – Undir félögunum komið að ná saman