fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðmálasíðan Coolbet opinberaði í dag upplýsingar um hversu mikill peningur fór inn og út hjá þeim í tengslum við íslenska knattspyrnu í sumar.

„Heildarvelta: 297.991.000 ISK!“ segir í tísti sem Coolbet birti í gær. Þar kemur einnig fram hversu mikil veltan hefur verið í hverri deild fyrir sig á Íslandi. Vinsælasta deildin er Pepsi Max-deild karla en veltan þar var tæplega 87 milljónir króna.

Athyglisvert er að næsta deild á eftir er fjórða deildin en þar var veltan rúmlega 54 milljónir króna. Ljóst er því að vel er fylgst með fjórðu deildinni af veðmálasérfræðingum.

Því næst er önnur deild karla en þar var veltan rúmar 26 milljónir króna. Lengjudeild karla fylgir síðan fast á eftir með veltu upp á rúmar 24 milljónir og því næst kemur Pepsi Max-deild kvenna en þar var veltan tæpar 22 milljónir. Þriðja deild karla er einnig með tæpar 22 milljónir.

Mjólkurbikar karla velti tæpum 28 milljónum á veðmálasíðunni en Mjólkurbikar kvenna velti tæpum 7 milljónum. Þá voru tæpar 30 milljónir í öðrum íslenskum leikjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Í gær

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild