fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Svartur knattspyrnumaður reglulega stöðvaður af lögreglunni – „Í hvert skipti er ég spurður að því sama“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. ágúst 2020 12:27

Danny Rose / Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Rose, sem spilar með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa oft verið stöðvaður af lögreglunni vegna gruns um að bíllinn hans sé stolinn. Rose er dökkur á hörund og segir hann að það sé aðal ástæðan fyrir því að lögreglan stöðvi hann. DailyMail greinir frá þessu.

Í hlaðvarpinu The Player’s Chair, greinir Rose frá því að hann hafi verið stöðvaður af lögreglunni í síðustu viku þegar hann var að rúnta um heimabæ sinn, Doncaster á Englandi. „Ég var stöðvaður af lögreglunni í síðustu viku, sem gerist reglulega þegar ég fer heim til Doncaster,“ segir Rose í hlaðvarpinu. „Í hvert skipti er ég spurður að því sama: Er þessi bíll stolinn? Hvar fékkstu þennan bíl? Hvað ertu að gera hérna? Geturðu sannað að þú keyptir þennan bíl?“

Rose segir að þetta sé búið að verið að gerast við hann síðan hann varð 18 ára gamall, síðan hann byrjaði að keyra. „Og í hvert skipti sem það gerist þá fer ég að hlægja því ég veit hvað er að gerast og nákvæmlega hvað mun fara fram,“ segir Rose.

Rose segir að það sé ekki bara lögreglan sem grunar hann um saknæm athæfi vegna húðlitar síns. „Í hvert skipti sem ég fer í lest þá gerist eitthvað svona líka. Síðast þegar ég fór í lest, þá fór ég inn með töskurnar mínar og þjónustustúlkan þar sagði við mig: „Þú veist að þetta er fyrsta farrými?“. Ég svaraði og sagði: „Já, og hvað?“. Þá biðja þau mig um að sjá miðann minn,“ segir hann.

„Svo ég sýni henni miðann minn, og þetta er enginn lygi, tvær hvítar manneskjur gengu um borð á fyrsta farrými rétt á eftir mér. Ég spurði hana hvort hún þyrfti ekki að sjá miðann hjá þeim. „Ó reyndar, nei, ég þarf þess ekki,“ sagði hún“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög óvænt nafn orðað við stjórastarfið hjá Chelsea

Mjög óvænt nafn orðað við stjórastarfið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“
433Sport
Í gær

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“
433Sport
Í gær

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall