Fyrirsætan Erjona Sulejmani segir að það séu margir knattspyrnumenn sem séu samkynhneigðir en neiti að koma út úr skápnum.
Sulejmani er tengd inn í knattspyrnuheiminn en hún var eitt sinn gift svissnenska landsliðsmanninum Blerim Dzemaili.
Það hefur lengi verið vandamál fyrir knattspyrnumenn að opna sig varðandi kynhneigð og er hægt að telja þá upp á einni hendi.
Sulejmani segir að það séu knattspyrnumenn þarna úti sem einfaldlega þora ekki að tjá sig opinberlega.
,,Kynlíf fyrir leiki? Knattspyrnumenn eru ekki frábærir í rúminu. Þeir kjósa að sjá um þetta sjálfir,“ sagði Sulejmani.
,,Ég veit ekki af hverju samkynhneigð er ennþá vandamál í dag. Ég held að það muni breytast, það eru fjölmargir samkynhneigðir knattspyrnumenn þarna úti.“