Lögreglan í London vaktar nú heimili Dele Alli og rannsakar vettvanginn eftir innbrotið á heimili hans í vikunni. Tveir menn brutust inn hjá Alli og unnusta hans Rubby Maye þegar þau voru sofandi.
Tveir innbrotsþjófar héldu Alli föstum með hníf og var hann kýldur í andlitið. Hann slasaðist ekki alvarlega.
Eftir að hafa ógnað og hótað Alli og unnust hans tóku þjófarnir úr og dýrmæta skartgripi með sér. Alli sem er 24 ára lét lögregluna strax vita en mikið af öryggismyndavélum eru á heimili hans í London. Alli og unnusta hans í áfalli.
Unnusta Dele á fallegan lítinn hund sem þjófarnir tóku upp og hótuðu að drepa hann á meðan þeir veifuðu hnífum í átt að Dele.’
Talið er að þjófarnir hafi tekið skartgripi og úr fyrir tugir milljóna af heimili parsins.