Eins og flestir þekkja þá þurfa allir knattspyrnumenn að standast læknisskoðun er þeir semja við nýtt félag.
Það er ekki algengt að menn falli á læknisskoðun en það hefur þó gerst þónokkrum sinnum í gegnum tíðina.
Í kvöld rákumst við á lista þar sem tíu frægir einstaklingar koma við sögu – leikmenn sem flestir kannast við.
Þessir leikmenn hefðu getað tekið allt annað skref á ferlinum ef læknisskoðunin væri ekki til staðar.
Hér má sjá listann.
10. Radamel Falcao
Falcao spilaði á Englandi á sínum tíma fyrir bæði Manchester United og Chelsea. Þar gekk hins vegar ekkert upp og reyndi Falcao að snúa aftur til Monaco á miðju tímabili með Chelsea. Falcao var í láni hjá Chelsea en hann stóðst ekki læknisskoðun hjá Monaco og fékk því ekki að snúa snemma til baka.
9. Nwankwo Kanu
Saga Kanu er öðruvísi en hann var búinn að semja við Inter Milan og byrjaður að spila æfingaleiki. Það var ekki fyrr en eftirá að hann stóðst ekki skoðun og þurfti að fara í aðgerð vegna hjartavandamála. Hann samdi svo aftur við Inter sex mánuðum síðar.
8. Victor Valdes
Valdes var búinn að ná samkomulagi við Monaco er samningur hans við Barcelona rann út árið 2014. Þau skipti gengu hins vegar ekki upp en Valdes var enn ekki búinn að jafna sig alveg eftir að hafa slitið krossband.
7. Andrey Arshavin
Arshavin kom til Arsenal árið 2009 en hann stóðst í fyrstu ekki læknisskoðun. Það var vegna hjartavandamála en læknar skoðuðu hann svo aftur og fengu skiptin grænt ljós þegar átta sekúndur voru eftir af félagaskiptaglugganum.
6. Marko Arnautovic
Arnautovic var nálægt því að semja við Chelsea árið 2009 eftir dvöl hjá FC Twente. Hann hafði verið með brákað bein í fæti sem komu í veg fyrir skiptin.
5. John Carew
Carew féll á læknisskoðun tvisvar á ferlinum. Fyrst er hann reyndi að komast til Fulham árið 2002 og svo síðar Inter Milan árið 2013. Í seinna skiptið var Carew einfaldlega í slæmu standi og hætti Inter við skiptin.
4. Loic Remy
Remy æfði með Liverpool á undirbúningstímabilinu er liðið var undir stjórn Brendan Rodgers. Vegna hjartavandamála þá gengu skiptin hins vegar ekki í gegn að lokum.
3. Demba Ba
Ba er einn af þeim sem hefur fallið tvisvar á læknisskoðun. Hann reyndi að komast til Stuttgart og Stoke á ferlinum en það gekk eikki upp. Síðar samdi hann við West Ham og Newcastle.
2. John Hartson
Hartson féll þrisvar á læknisskoðun á sínum ferli. Árið 2000 reyndi hann að komast til bæði Tottenham og Rangers en hann var ekki í ásættanlegu standi. Seinna gerðist það sama er hann var á leið til Charlton.
1. Ruud van Nistelrooy
Van Nistelrooy féll á læknisskoðun árið 2001 er Manchester United reyndi að fá hann frá PSV Eindhoven. Sóknarmaðurinn var enn að jafna sig eftir krossbandaslit og var ekki heill heilsu. Þessi skipti gengu þó upp ári seinna og raðaði Hollendingurinn inn mörkum á Old Trafford.