Það er ekkert leyndarmál að knattspyrnumenn fá gríðarlega vel borgað fyrir sín störf á vellinum.
Margir af launahæstu íþróttamönnum heims spila knattspyrnu og fá fyrir það gríðarlega há laun í hverri viku.
Þessir leikmenn eiga rándýra bíla og skartgripi en við rákumst á skemmtilegan lista þar sem dýrustu úr knattspyrnumanna eru skoðuð.
Cristiano Ronaldo, stjarna Juventus, kemst fimm sinnum á listann en hann á fimm af 13 dýrustu úrunum.
Dýrasta úrið er í eigu Ronaldo en það kostaði hann 2,5 milljónir dollara sem er himinhá upphæð.
Hér má sjá þennan lista.
13. Zlatan Ibrahimovic – Patek Philippe (100 þúsund dollarar)
12. Jesse Lingard – Patek Philippe (100 þúsund dollarar)
11. Sergio Ramos – Patek Philippe (100 þúsund dollarar)
10. Frank Lampard – Patek Philippe (260 þúsund dollarar)
9. Samir Nasri – Audemars Piguet (280 þúsund dollarar)
8. David Beckham – Patek Celestial (330 þúsund dollarar)
7. Cristiano Ronaldo – Rolex (480 þúsund dollarar)
6. Willian – Rolex (560 þúsund dollarar)
5. Cristiano Ronaldo – Breguet Double Tourbillon (780 þúsund dollarar)
4. Cristiano Ronaldo – Bulgari (790 þúsund dollarar)
3. Pep Guardiola – Richard Mille (1,1 milljón dollarar)
2. Cristiano Ronaldo – Franck Muller Cintree Curvex (1,5 milljónir dollara)
1. Cristinao Ronaldo – Franck Muller Imperial Tourbillon (2,5 milljónir dollara)