Þýska Bundesligan fer að stað um helgina og er leikið án áhorfenda. Er þetta fyrsta stóra deildin í Evrópu sem fer af stað aftur eftir kórónuveirufaraldurinnar en keppni er þó líka í Hvíta-Rússlandi og Færeyjum.
Efnisveitan Viaplay er með beinar íþróttaútsendingar á Íslandi og er nú hægt að horfa á þýska boltann á Viaplay frá og með 16. maí.
Íslendingar fá ekki að sjá sinn mann, Alfreð Finnbogason en hann meiddist á æfingu og missir af næstu tveimur leikjum.
Fram kom í Dr. Football í dag að Alfreð hefði meiðst lítilega en Augsburg mætir Wolfsburg um helgina.