Ríkisstjórn Boris Johnson hefur gefið út að líklega verði hægt að hefja íþróttakappleiki á Englandi þann 1 júní.
Á fundi í í vikunni var greint frá því að íþróttir ættu að hefja undirbúning að því að fara af stað á nýjan leik. Golf og tennis fara strax af stað en nú vilja þeir aðrar íþróttir af stað. Áhorfendur eru hins vegar ekki velkomnir á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar samkvæmt enskum blöðum.
Ekki eru allir öryggir á því að deildin fari af stað en læknar félaganna kynna nú málin fyrir leikmönnum.
Félög í deildinni eru að byrja að prufa leikmenn sína og Manchester United hefur sett upp aðstöðu á æfingasvæði sínu.
Leikmenn koma þá keyrandi á svæðið eru prófaðir og fara svo heim til sín. Ef allir eru án veirunnar þá munu æfingar geta hafist.