Þýska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir pásu vegna kórónuveirunnar. Er um að ræða fyrstu stóru deildina sem fer af stað á nýjan leik.
Heiko Herrlich þjálfari Augsburg fær hins vegar ekki að stýra liðinu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví liða fyrir leik.
Hann yfirgaf svæðið þar sem Alfreð og félagar dvelja til þess að kaupa sér tannbursta og húðkrem sem hann hafði gleymt. Klaufleg mistök.
Það er bannað samkvæmt reglum og þurfti Herrlich að yfirgefa svæðið og má ekki stýra liðinu um helgina.
Augsburg mætir Wolfsburg á laugardag en þýska deildin fer af stað á morgun með einum leik.
Augsburg head coach Heiko Herrlich will not take charge of the team this weekend against Wolfsburg after breaking the Bundesliga’s lockdown rules. He left the club training camp to buy toothpaste and skin cream. #FCA
— Ronan Murphy (@swearimnotpaul) May 14, 2020