Ríkisstjórn Boris Johnson hefur gefið út að líklega verði hægt að hefja íþróttakappleiki á Englandi þann 1 júní.
Á fundi í í vikunni var greint frá því að íþróttir ættu að hefja undirbúning að því að fara af stað á nýjan leik. Golf og tennis fara strax af stað en nú vilja þeir aðrar íþróttir af stað. Áhorfendur eru hins vegar ekki velkomnir á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar samkvæmt enskum blöðum.
Ekki eru allir öryggir á því að deildin fari af stað en læknar félaganna kynna nú málin fyrir leikmönnum.
Helsta deilumál deildarinnar snýst um það það hvort leika eigi á hlutlausum velli eða á heimavöllum allra félaga. Lögreglan vill að deildin klárist á hlutlausum velli til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn hópist saman í kringum heimavellina.
Mirror tók saman hver afstaða félaganan er en meirihluti vill fara af stað.
Vilja ólm fara af stað:
Arsenal
Burnley
Crystal Palace
Everton
Leicester City
Liverpool
Manchester United
Newcastle United
Sheffield United
Southampton
Tottenham Hotspur
Wolverhampton Wanderers
Vilja fara af stað en vilja vita meira um öryggi leikmanna
Chelsea
Manchester City
West Ham United
Vilja ekki hlutlausa velli – Ekkert lið falli ef deildin klárast ekki
Aston Villa
Bournemouth
Brighton and Hove Albion
Norwich City
Watford