Íþróttafólk þarf að fara eftir ströngum reglum þegar kemur að notkun efna sem geta á einhvern hátt, bætt frammistöðu þess.
Alltof oft kemur það upp að fólk brýtur þessar reglur, knattspyrnumenn eru þar á meðal.
Sumir falla fyrir notkun á sterum, aðrir nota kókaín og sumir hafa farið í megrunarpillur sem konan, átti.
Hér að neðan er samantekt um þá frægustu sem hafa fallið á lyfjaprófi.
6. Rio Ferdinand
Árið 2003 fékk Rio Ferdinand átta mánaða bann frá fótbolta og 50 þúsund pund í sekt, hann missti af lyjaprófi. Ferdinand átti að mæta í próf en sagðist hafa gleymt því, hann sagðist hafa verið að flytja og gleymt þessu. Dómari tók þá afsökun ekki til greina.
5. Jaap Stam
Þessi fyrrum varnarmaður Manchester United féll á lyfjaprófi árið 2002, nandrolone sem eru sterar fundust í þvagi hans. Stam lék þá með Lazio á Ítalíu og fékk að launum fimm mánaða bann.
4. Pep Guardiola
Besti þjálfari fótboltans í dag, féll á lyfjaprófi árið 2001. Eftir magnaðan feril með Barcelona fór hann til Brescia á Ítalíu, þar fannst nandrolone sterinn í þvagi hans. Guardiola hélt alltaf fram sakleysi sínu og fékk aðeins fjögurra leikja bann. Hann var alltaf ósáttur með dóminn og fékk nafn sitt hreinsað árið 2009.
3. Adrian Mutu
Framherjinn frá Rúmeníu virtist hafa meiri áhuga á skemmtanalífinu en fótboltanum, hann féll á lyfjaprófi þegar kókaín fannst í blóði hans. Mutu átti ágætis feril eftir að hafa tekið út sjö mánaða bann.
2. Kolo Toure
Árið 2011 lék Kolo Toure með Manchester City, hann hafði verið að berjast við auka kíló. Hann ákvað að taka pillur sem kona hans hafði verið að nota, þær reyndust ólöglegar og fékk Toure sex mánaða bann. Megrunarpillur frá konunni geta reynst hættulegar.
1. Diego Maradona
Kemur fáum hver á toppsætið, féll á lyfjaprófi enda fannst honum ansi gott að fá sér kókaín. Það kom í bakið á einum besta knattspyrnumanni sem heimurinn hefur séð