fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Sauð upp úr í beinni útsendingu: Sagði Íslandsvini að drykkjan væri að drepa hann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Ruddock fyrrum varnarmaður Liverpool og Tottenham var brjálaður í beinni útsendingu þegar Paul Merson vinur hans ræddi vandamál hans með áfengi við hann.

Ruddock drekkur mikið en Merson hætti að drekka fyrir rúmu ári og vill hjálpa vini sínum. Ruddock er Íslandsvinur en hann kom hingað til lands og tók hraustlega á því með Liverpool klúbbnum hér á landi árið 2010.

Þeir voru mætti í sjónvarpsþáttinn Harry’s Heroes þegar allt sauð upp úr. Ruddock var að sturta í sig áfengi þegar Merson benti honum á að hann væri að glíma við vandamál.

„Ekki tala svona við mig, annars ræðst ég á þig. Ég hendi þér út um hurðina. Farðu til fjandans,“ sagði Ruddock við Merson sem brast í grát.

Merson ræddi málið eftir deilur þeirra. „Það vill enginn deyja, ég hugsa að hann hafi orðið hræddur. Þú verður að hugsa um lífið og að taka einn dag í einu,“ sagði Merson.

Ruddock ræddi málið einnig eftir að hafa róað sig. „Það er í lagi að heyra svona ef þetta er einhver sem þú þekkir varla, þegar það kemur frá manni sem þú elskar þá særir þetta þig,“ sagði Ruddock sem grét talsvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær