Ríkisstjórn Boris Johnson hefur gefið út að líklega verði hægt að hefja íþróttakappleiki á Englandi þann 1 júní.
Á fundi í í vikunni var greint frá því að íþróttir ættu að hefja undirbúning að því að fara af stað á nýjan leik. Golf og tennis fara strax af stað en nú vilja þeir aðrar íþróttir af stað. Áhorfendur eru hins vegar ekki velkomnir á völlinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar samkvæmt enskum blöðum.
Ekki eru allir öryggir á því að deildin fari af stað en læknar félaganna kynna nú málin fyrir leikmönnum.
Þeir leikmenn sem óttast það að mæta til æfinga eiga að ræða við fyrirliða liðsins og fara yfir málið. Sagt er að margir leikmenn séu smeykir við að snúa aftur vegna veirunnar sem enn er í fullu fjöri á Englandi.
Enska deildin ætlar að prófa alla leikmenn tvivar í viku og vonir standa til um að æfingar geti hafist á næsta mánudag.