fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Formaður KR blæs á sögusagnir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR segir ekkert að í fjármálum KR og kveðst ekki vita til þess að knattspyrnudeild félagsins standi höllum fæti. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Síðustu daga hefur verið rætt um það að knattspyrnudeild KR sé í rekstrarvanda, þetta hefur meðal annars komið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Þá sýndi skýrsla Reykjavíkurborgar að félagið í heild skuldaði 200 milljónir árið 2018.

„Það er ekkert að fjármálum KR og ég skil ekki alveg hvernig þessi umræða verður til,“
segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR við Fréttablaðið.

Gylfi kveðst ekki vita til þess að knattspyrnudeildin sé í vanda stödd þó hann sitji ekki fundi þar. „Ég hef ekki heyrt þessa umræðu. Auðvitað eru mörg félög og margar deildir í varnarbaráttu þessa stundina en aðalstjórn KR stendur mjög vel og þar með félagið allt.“

„KR er Íslandsmeistari í fót- og körfubolta og stóð sig vel kvenna megin í sömu greinum. Við erum með frábærar deildir. Þetta er trúlega 10-90 reglan. Ef 10 prósent gengur ekki vel þá fara 90 prósent af tímanum að ræða það.“ –

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“