fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Átta stórlið vilja kaupa undrabarnið frá Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 15:02

Andri Fannar Baldursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta stórlið á Englandi og á Ítalíu vilja kaupa Andra Fannar Baldursson leikmann Bolgona. Þetta kemur fram í Gazetta á Ítalíu.

Þar segir að frumraun hans með Bolgona í Seriu A fyrr í vetur hafi vakt mikla athygli og að nú stoppi síminn hjá Bologna ekki.

Andri lék sinn fyrsta leik með Bologna í febrúar þegar hann kom inn sem varamaður. Andri er aðeins 18 ára gamall en hann kom til félagsins frá Breiðabliki og þykir mjög mikið efni.

Rúmt ár er síðan Bologna fékk Andra frá Breiðabliki en hann hafði spilað einn leik í Pepsi Max-deildinni áður en hann hélt út. ,,Andri Fannar Baldursson er yngsti leikmaður Íslands sem spilar leik í efstu deild í fimm sterkustu deildum Evrópu (England, Þýskaland, Frakkland, Spánn & Ítalía). Vel gert og verður gaman að fylgjast með hans framgöngu næstu misserin,“ skrifuðu umboðsmenn hans í Stellar Nordic á Facebook.

Gazetta segir að þrjú ensk félög hafi nú áhuga á Andra og fimm stórlið á Ítalíu hafi áhuga á að kaupa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“