Harry Maguire hefur eignast sitt annað barn með unnustu sinni Fern Hawkins en hann staðfesti þetta á Instagram í gær.
Enskir miðlar vekja athygli á því að níu mánuðir og fjórir dagar séu síðan að Maguire gekk í raðir Manchester United.
Maguire tók þar draumaskrefið á ferli sínum og varð dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans.
Maguire og Hawkins virðast hafa haldið upp það með léttum snúningi á hvíta lakinu sem gaf vel, þau eiga nú tvö börn saman.
Maguire hefur átt ágætis spretti með United og virtist vera að finna sitt besta form þegar kórónuveiran stöðvaði deildina.