Föstudagur 13.desember 2019
433Sport

Fullyrða að Mourinho vilji gera Bale að sínum fyrstu kaupum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Tottenham hefur alltaf viljað fara mikinn á leikmannamarkaðnum í starfi. Hjá Tottenham gæti það orðið erfiðara. Tveir stórir miðlar fullyrða hins vegar að hann muni reyna að fá Gareth Bale.

Bale er í vandræðum hjá Real Madrid eftir að hafa haldið á umdeildum borða í vikunni. ,,Wales, golf og Madrid,“ stóð á borðanum sem Bale, kantmaður Real Madrid og Wales hélt á í fyrradag. Óhætt er að segja að viðbrögðin á Spáni, láti ekki á sér standa. Bale hélt á borðanum eftir að Wales tryggði sig inn á Evrópumótið í gær, kantmaðurinn er illa liðinn í Madríd.

Zinedine Zidane hefur viljað losna við Bale frá liðinu en ekki tekist það, hann segir leikmanninn elska Wales og golf meira en að spila fyrir Real Madrid. Stuðningsmenn Wales sáu leik á borði og gerðu borðann fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í gær, kantmaðurinn hafði gaman af. Hann fékk borðann að láni eftir leik og var í miklu stuði.

Stærsta íþróttablað Spánar, Marca gefur þessum kantmanni Real Madrid á baukinn í dag. ,,Virðingaleysi, rangt og óþakklátur,“ segir á forsíðu blaðsins.

AS og WalesOnline segia að Mourinho viti af vandamálum Bale í Madríd og vilji fá hann aftur til Tottenham, þar sem kantmaðurinn er í guðatölu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning

Maðurinn sem enginn vill snerta reynir að fá samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron róar landsmenn með ummælum gærdagsins: ,,Ég er mjög ánægður með aðgerðina“

Aron róar landsmenn með ummælum gærdagsins: ,,Ég er mjög ánægður með aðgerðina“
433Sport
Í gær

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“

Guðni segir að borgin og ríkið þurfi að hjálpa til: Borga 50-60 milljónir á ári í dag – ,,Réttlætanlegt og nauðsynlegt“
433Sport
Í gær

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“
433Sport
Í gær

Draumaliðið: Bestir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Draumaliðið: Bestir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
433Sport
Í gær

Jóhann Berg byrjaður að æfa en líklega ekki klár um helgina

Jóhann Berg byrjaður að æfa en líklega ekki klár um helgina