fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Gary þurfti að hlusta á endalaust af lygasögum: Sagður fá þetta í laun – ,,Ég vorkenndi Birki og Hannesi“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 2. október 2019 20:10

Óli Jó fékk Petry til Vals og vill hann núna í FH.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

90 mínútur, hlaðvarpsþátturinn er í fullu fjöri þessa dagana. Gestur þáttarins að þessu sinni er Just a kid from Darlo sem vann gullskóinn.

Það hefur fátt annað verið rætt í sumar í Pepsi Max-deildinni en um Gary Martin.

Framherjinn sem Valur fékk en sparkaði út eftir nokkra leiki. Hann fór í ÍBV og vann gullskóinn.

Fyrr í sumar var Gary ásakaður um að hafa birt eigin launatölur og rætt þær opinberlega.

Talað var um að Gary væri með níu þúsund evrur á mánuði hjá Val sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni liðsins.

Þessar sögur reyndust hins vegar vera kjaftæði og fengum við Gary til að opna sig aðeins um málið.

,,Það er ekki gaman að hlusta á þetta því þetta er allt kjaftæði. Fólk trúir þessu, í alvöru,“ sagði Gary.

,,Ég sendi þeim aðila sem birti þetta með launin skilaboð og sagði honum að ef hann vildi komast að sannleikanum þá ætti hann að spyrja mig ekki birta eitthvað sem var ekki rétt.“

,,Ef ég ætlaði að tala um launin mín þá væri það ekki í evrum eins og hann birti það, það væri í pundum eða krónum.“

,,Af hverju myndirðu birta þetta í evrum? Þá veistu um leið að þetta er kjaftæði. Það fór í taugarnar á mér, endalausar sögur.“

Það var einnig talað um að Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson væru ekki hrifnir af Gary í klefa Vals.

Gary heyrði sjálfur af þeim sögusögnum og fékk hann skilaboð frá þeim báðum eftir að þær sögur fóru í loftið.

,,Ég vorkenndi Birki og Hannesi því þeir komu illa út úr þessu. Þeir sendu mér strax skilaboð áður en ég hafði séð þetta.“

,,Það eru tvær leiðir sem þú getur horft á þetta: Þeir eru að senda á þig því þeir eru með samviskubit eða ekki.“

,,Ég hef spilað mikið með Hannesi, tel ég að hann gæti gert þetta? Nei, Birkir? Nei. Bjarni Ólafur? Alls ekki. Ég sagði kannski fimm orð við Bjarna, hann er hljóðlátur og einbeitir sér að sjálfum sér. Hann er frábær náungi. Þegar hann segir eitthvað þá hlustarðu.“

,,Ég gat ekki trúað sumum af þessum sögum, fólk vill heyra þær. Því lengur sem þetta gengur á því verr fer þetta. Ég ræddi við Vísi og útskýrði málið, eitthvað sem Val líkaði ekki við. Ég held að það hafi ýtt þeim yfir línuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“