fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Martröð Kristins Freys: Fór í litla aðgerð 10. desember en hefur legið á spítala síðan

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur legið á spítala í tæpan mánuð. Kristinn Freyr fór í nokkuð litla aðgerð þann 10. desember síðastliðinn. Hann átti að jafna sig fljótt og geta byrjað að æfa knattspyrnu aftur skömmu síðar en raunin varð allt önnur.

Kristinn Freyr hafði verið að glíma við meiðsli í hné um nokkurt skeið og átti að laga þau meiðsli, sýking komst hins vegar í skurðinn og hefur Kristinn legið á spítala síðan með sýklalyf í æð.

„Ég ligg ennþá hérna á spítalanum,“ sagði Kristinn Freyr í samtali við 433.is þegar blaðamaður hafði samband við hann í dag og spurði um ástand hans eftir aðgerðina.

„Ég lagðist hérna inn þann 10. desember, það átti að laga rifu sem var í liðþófanum og bólgur sem voru í sinum í hnénu. Ég var búinn að glíma við þessi meiðsli í eitt ár, það átti bara að laga þetta svo ég yrði klár í slaginn fyrir næsta tímabil. Ég fæ svo sýkingu og ástandið er bara óljóst.“

Kristinn verður frá næstu mánuðina og stendur það tæpt að hann verði með Íslandsmeisturum Vals í upphafi tímabils. Pepsi-deildin fer af stað í lok apríl.

,,Ég fæ sýklalyf í æð fjórum sinnum á sólarhring, ég verð eitthvað lengur frá en ég átti von á þegar ég lagðist hérna inn 10. desember. Nú er talað um 4 til 6 mánuði, ég er kappi við tímann við að ná byrjuninni í Pepsi-deildinni. Ástandið er bara óljóst.“

Sýkingin kom til vegna baktería sem voru í Kristni. „Þetta er algjör óheppni, þetta eru bakteríur úr mér sem laumast í einhvern skurð. Ég er bara búinn að liggja í rúminu síðan,“ segir Kristinn sem telur sig þó vera heppinn að einhverju leyti.

,,Ef bakterían hefði verið skæðari þá hefði ég ekki getað spilað fótbolta aftur, ef hún hefði verið skæðari þá hefði hún getað ráðist á liði og brjósk, þá eru ekki miklar líkur á því að ég hefði spilað fótbolta aftur. Það kemur í ljós á næstu dögum hvenær ég útskrifast, ég fer í blóðprufu annan hvern dag. Ég fæ bara sýklalyfin í æð og það er verið að bíða eftir því að einhverjar tölur lækki. Þær hafa verið að gera það og ég er því bjartsýnn.“

Kristinn fær stundum að skreppa heim en hann eyddi jólum og áramótum á spítalanum. „Það var nú ekkert sérstakt. Þessi jól og áramót fara ekki í sögubækurnar. Ég er búinn að lesa mikið, minna að horfa á Netflix. Ég fæ stundum að fara heim á milli gjafa en þarf alltaf að sofa hérna,“ sagði Kristinn en hvernig hefur andlega hliðin verið?

,,Ég átti að fara í endurhæfingu og ræktina bara nokkrum dögum eftir aðgerð, það er heldur betur búið að breytast. Ég er sterkur andlega og tek þetta bara á kassann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu