fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar áhugaverðan pistil í blað dagsins þar sem hann fjallar um meiðsli íþróttamanna.

Kristján hefur lengi verið í faginu en upp er að koma ný meiðsli sem hann segir, að ekki hafi heyrst um áður.

,,Í starfi íþrótta­blaðamanns­ins þarf því miður oft að ræða við íþrótta­fólkið um meiðsli sem það hef­ur orðið fyr­ir. Þau eru víst fylgi­fisk­ur af­reksíþrótt­anna þótt ábyggi­lega geti þeir sem eru lengra komn­ir í fræðunum tek­ist á um hvort forðast megi þau bet­ur en gert er. Bakvörður dags­ins minn­ist þess ekki að hafa fyrr en á þessu ári rætt við íþrótta­fólk sem hafði glímt við að hæl­beinið stækkaði um of. Svo mikið raun­ar að það var til mik­illa vand­ræða,“ skrifar Kristján.

Hann hefur á síðustu sex mánuðum rætt við þrjá íþróttamenn, þar á meðal tvo knattspyrnumenn.

,,Á hálfu ári hef ég hins veg­ar tekið viðtöl við þrjá íþrótta­menn sem all­ir glímdu við af­leiðinag­ar þessa. Körfuknatt­leiks­mann­inn Kára Jóns­son og knatt­spyrnu­menn­ina Sig­urð Egil Lárus­son og Emil Páls­son. Fram að því hafði ég varla heyrt á þetta minnst. En af­leiðing­arn­ar geta greini­lega verið al­var­leg­ar því beinið get­ur valdið meiðslum í hás­in með tím­an­um. Kári fór í viðamikl­ar aðgerðir hjá Barcelona til að koma í veg fyr­ir hásin­arslit síðar á ferl­in­um. En hann hafði þá spilað kval­inn um hríð.“

,,Emil sleit hás­in í des­em­ber og hæl­beinið átti þátt í að veikja hás­in­ina. Sig­urður Eg­ill fór í aðgerð í nóv­em­ber en komst þá ekki leng­ur í skó með góðu móti eins og hann tjáði Morg­un­blaðinu.“

Kristán vtelur að þetta getið verið tilviljun en er ekki viss.

,,Nú veit ég ekki hvort íþrótta­fólk, og þau sem ann­ast það, hafi gefið þessu meiri gaum að und­an­förnu. Ef til vill er ein­ung­is um til­vilj­un að ræða. Á heild­ina litið er hins veg­ar ör­ugg­lega orðið al­geng­ara að reynt sé að fyr­ir­byggja meiðsli. Auk þess horf­ir íþrótta­fólkið meira fram í tím­ann í stað þess að þjösn­ast áfram þrátt fyr­ir smá­vægi­leg meiðsli sem verða þá al­var­legri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla