fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Umdeildasta atvik í sögu VAR? – Þetta gerðist á Ítalíu í dag

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir knattspyrnuaðdáendur hrifnir af myndbandstækninni VAR sem er nú notuð víðsvegar um heiminn.

VAR gerir dómurum kleift að spóla til baka í leikjum og athuga hvort rétt ákvörðun hafi verið tekin eða ekki.

Mjög umdeilt atvik kom upp á Ítalíu í dag er lið Spal fékk Fiorentina í heimsókn í efstu deild.

Spal komst yfir í leiknum í dag með marki frá Andrea Petagna áður en Edmilson Fernandes jafnaði metin fyrir Fiorentina.

Stuttu síðar skoraði Spal annað mark og var komið yfir og brutust mikil fagnaðarlæti út.

Það mark fékk þó ekki að standa heldur í staðinn fékk Fiorentina vítaspyrnu og komst yfir.

Dómarinn spólaði heldur langt til baka og skoðaði atvik sem átti sér stað áður en Spal tók forystuna.

Þar ákvað hann að brotið hefði verið á Federico Chiesa í vítateig Spal og dæmdi vítaspyrnu fyrir gestina.

Fiorentina vann svo að lokum nokkuð sannfærandi 4-1 sigur en atvikið er möguleika það umdeildasta síðan VAR var tekið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“