fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Reyndu að halda mönnum vakandi fyrir mikilvægan leik: Fjórir handteknir

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Ajax frá Hollandi fær verðugt verkefni í kvöld er liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Real er fyrir leikinn talið sigurstranglegra enda hefur liðið unnið keppnina þrjú ár í röð.

Fyrri leikurinn fer fram í Amsterdam, á heimavelli Ajax og þarf liðið að eiga toppleik gegn núverandi meisturunum.

Stuðningsmenn félagsins reyndu að gera sitt til að hjálpa sínum mönnum og ákváðu að vera með læti klukkan þrjú í nótt.

Lögreglan í Hollandi handtók fjóra í nótt en stuðningsmenn sprengdu flugelda fyrir utan hótel Real í nótt.

Þeir reyndu að hafa áhrif á svefn leikmanna Real en stuðningsmenn tóku einnig upp á þessu á HM í Rússlandi í sumar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ajax kemst í 16-liða úrslit keppninnar í 13 ár og er spennan því mikil fyrir leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“