Pep Guardiola stjóri Manchester City er harkalega gagnrýndur fyrir framkomu sína í dag.
City er aðeins með sex varamenn gegn Burnley en leikurinn hefst klukkan 12:30.
Guardiola sagði í viðtal við Sky Sports að hann ætti ekki fleiri leikmenn en nokkrir leikmenn eru að glíma við meiðsli.
Gary Neville sérfræðingur Sky Sports sagði í útsendingu þar að þetta væri til skammmar. Guardiola hefði átt að taka leikmann úr unglingaliðinu sem er að standa sig vel.
Jake Humphrey hjá BT Sport tekur í sama streng. ,,Það er aumt að segjast ekki eiga neina leikmenn þegar hann velur bara sex varamenn, komdu inn með unga leikmenn og gefðu þeim reynsluna,“ sagði Humphrey.
Pep Guardiola is a genius, he’s shown up the rest of the league this season and done it with style. However, to name 6 subs & claim he doesn’t have anyone else available shows him up. It is tosh. Promote a youth team play for the experience…
— Jake Humphrey (@mrjakehumphrey) February 3, 2018