Jose Mourinho, stjóri United var mættur á blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi leik liðsins gegn Huddersfield um helgina.
United er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig, 15 stigum á eftir Manchester City en Huddersfield er í því sautjánda með 24 stig.
Mourinho staðfesti það á blaðamannafundinum í dag að þeir Eric Bailly og Zlatan Ibrahimovic nálguðust endurkomu á knattspyrnuvöllinn.
Þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli en Mourinho reiknar með því að þeir verði báðir byrjaðir að spila fyrir mánaðarmót.