Chesea tók á móti Bournemouth í gær í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna.
Það voru þeir Callum Wilson, Junior Stanislas og Nathan Ake sem skoruðu mörk Bournemouth en þau komu öll í síðari hálfleik.
Ross Barkley var í byrjunarliði Chelsea í gær en hann kom til félagsins frá Everton í janúarglugganum en Chelsea borgaði 15 milljónir punda fyrir hann.
Hann átti ekki góðan leik í gær og var skipt af velli á 54. mínútu fyrir Cesc Fabregas.
Tölfræði hans úr leiknum hefur vakið athygli en hana má sjá hér fyrir neðan.
26 Snertingar
15 Sendingar
0 Skot á mark
0 Tæklingar
0 Inngrip