Alan Pardew, stjóri WBA staðfest það í dag að félagið hefði hafnað tilboði frá Arsenal í Jonny Evans.
Evans var sterklega orðaður við Arsenal á lokadegi janúargluggans og þá höfðu bæði Manchester liðin sýnt honum áhuga.
WBA vildi fá í kringum 25 milljónir punda fyrir Evans en samkvæmt miðlum á Engandi bauð Arsenal í kringum 12 milljónir punda.
Félagið var opið fyrir því að selja varnarmanninn fyrir rétta upphæð en þeir höfðu engan áhuga á því að selja hann fyrir 12 milljónir punda.
Evans kom til WBA frá Manchester United árið 2015 og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu síðan.