Lucas Moura gekk til liðs við Tottenham í gærdag en hann kemur til félagsins frá PSG í Frakklandi.
Tottenham borgar í kringum 25 milljónir punda fyrir kantmanninn sem hefur ekki átt fast sæti í liði PSG að undanförnu.
Serge Aurier, fyrrum leikmaður PSG og núverandi leikmaður Tottenham tók vel á móti Moura en þeir voru samherjar hjá PSG.
Þeir skellti sér út að borða eftir undirskriftina en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.